Markmannsþjálfari til Keflavíkur
Markmannsþjálfarinn Stefano Marsella er á leið til Keflavíkur. Marsella er starfandi á Englandi og kemur hingað fyrir tilstuðlan Guðjóns Þórðarsonar þjálfara Keflavíkur. Marsella mun ekki hafa fasta viðdvöl í Reykjanesbæ heldur mun hann mennta knattspyrnuþjálfara á vegu Keflavíkur í markmannsþjálfun. Stjórna með þeim æfingum og leggja upp æfingaáætlanir fyrir markverði Keflavíkur í karla og kvennaflokkum. Marsella hefur störf á morgun fimmtudag 17. mars. Marsella mun síðar koma reglulega til Keflavíkur og fylgja eftir þjálfun markvarða og þjálfara þeirra. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga, www.keflavik.is.