Markaveisla í sigri RKV
RKV sigraði ÍR 5 - 1 á Keflavíkurvelli á miðvikudag í 3. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu. RKV-stúlkur lentu undir snemma í fyrri hálfleik en eftir það stjórnuðu þær leiknum. Staðan í hálfleik var 3-1. Birna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk fyrir RKV og þær Ágústa Jóna Heiðdal, Nína Ósk Kristinsdóttir og Bergey Erna Sigurðardóttir sitt markið hver. RKV er með 6 stig eftir þrjár umferðir og situr í 4. sæti A-riðils.