Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Markaveisla í Sandgerði
Sunnudagur 22. maí 2011 kl. 18:49

Markaveisla í Sandgerði

6-3 sigur gegn Dalvík/Reyni

Sandgerðingar fóru með sigur af hólmi er þeir tóku á móti Dalvík/Reyni á heimavelli í miklum markaleik. Gestirnir komust yfir þegar 20 mínútur voru liðnar en Aron Aron Örn Reynisson fyrirliði jafnaði metin með laglegu marki úr langskoti. Heimamenn komust svo í 3-1 fyrir lok fyrri hálfleiks með mörkum frá Agli Jóhannssyni úr víti og Pétri Jaidee.  Reynismenn bættu svo við þremur mörkum í síðari hálfleik en þar voru á ferðinni þeir Birkir Freyr Sigurðsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Ben Ryan Long og lokatölur 6-3. Sigurður Gunnar Sævarsson fékk svo að líta rauða spjaldið 10 mínútum fyrir leikslok.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aron Örn Reynisson skoraði af löngu færi og markamaður Dalvík/Reynis kom engum vörnum við

Egill Jóhannsson skorar út víti


Myndir: [email protected]