Markaveisla hjá Njarðvíkingum
Boðið var upp á markasúpu þegar Njarðvíkingar léku gegn Aftureldingu í fótbolta.net mótinu í knattspyrnu. Leikurinn endaði 4-4, en tvisvar í leiknum náðu Njarðvíkingar að vinna upp tveggja marka forystu Mosfellsbæinga. Theodór Guðni Halldórsson skoraði eitt mark, Afturelding skoraði sjálfsmark og Brynjar Freyr Garðarsson skoraði tvö mörk fyrir Njarðvík.