Markasúpa á Skaganum
ÍA og Keflavík gerðu 4-4 jafntefli í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni í mögnuðum leik um helgina.
Daníel Gylfason skoraði fyrsta mark leiksins og kom Keflvíkingum yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skiptust liðin á að skora en það var svo Bojan Ljubicic sem virtist hafa tryggt Keflvíkingum sigur með tveimur mörkum í blálokin. Skagamenn jöfnuðu þó, einum færri, þegar langt var komið fram í uppbótartíma.
ÍA 4 - 4 Keflavík
0-1 Daníel Gylfason ('21)
1-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('46)
1-2 Hörður Sveinsson ('53)
2-2 Andri Adholpsson ('56)
3-2 Jón Vilhelm Ákason ('58)
3-3 Bojan Stefán Ljubicic ('90, víti)
3-4 Bojan Stefán Ljubicic ('92)
4-4 Einar Logi Einarson ('94)
Rautt spjald: Ármann Smári Björnsson (ÍA) ('89)