Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 24. september 2001 kl. 09:42

Markasúpa á Framvellinum

Lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu fór fram um helgina og tóku Keflvíkingar á móti Fram á laugardag. Það var sannkölluð markasúpa á Framvellinum en leiknum lauk með 5-3 sigri Framara. Sigurinn tryggði Frömurum áfram sæti í úrvalsdeild en Keflvíkingar enduðu í 6. sæti.
Ásmundur Arnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu. Rúmum 12 mínútum seinna jafnaði Þórarinn Kristjánsson fyrir Keflavík. Þannig var staðan í hálfleik og fullvíst að engum grunaði að seinni hálfleikur yrði eins og raunin varð. Á 53. mínútu fengu Framarar vítaspyrnu eftir að Gunnar Oddsan hafði fellt Viðar Guðjónsson innan vítateigs. Ágúst Gylfason tók spyrnuna og skoraði. Á 66. mínútu fengu Framarar aðra vítaspyrnu og Ágúst Gylfason skoraði aftur. Fimm mínútum seinna bætti Andri Fannar Ottósson fjórða marki Framara við, 4-1. Keflvíkingar komust þá augnablik inn í leikinn og náði Zoran Ljubicic að minnka muninn í 4-2. Haukur Ingi Guðnason náði síðan að minnka muninn enn meira á 84. mínútu eftir stungusendingu frá Zoran. Ásmundur Arnarsson tryggði síðan Frömurum sigurinn á 86. mínútu leiksins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024