Brons
Brons

Íþróttir

Markaregn í seinni hálfleik
Arnór Björnsson skallar boltann í netið eftir hornspyrnu Víðismanna. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 13. júní 2022 kl. 08:30

Markaregn í seinni hálfleik

Víðismenn komu sér í næstefsta sæti 3. deildar karla í knattspyrnu þegar þeir unnu stórsigur á Kormáki/Hvöt um helgina. Fátt benti til yfirburðasigurs í fyrri hálfleik en allar flóðgáttir opnuðust í þeim seinni og mörkunum rigndi inn. Lokatölur 5:1 fyrir heimamönnum.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik tókst Jóhanni Þór Arnarssyni að skora rétt undir lok hálfleiksins (44') og fóru Víðismenn með forystu inn í leikhléið. Stutt var liðið á seinni hálfleik þegar annað mark Víðis leit dagsins ljós (52') en þá skoraði Arnór Björnsson með góðum skalla eftir hornspyrnu. Skömmu síðar minnkaði Kormákur/Hvöt muninn í 2:1 (58') en Víðismenn héldu áfram blússandi sóknarbolta með vindinn í bakið.

Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði þriðja mark Víðis á 68. mínútu og Stefán Birgir Jóhannesson á þeirri 73. Það var Ísak John Ævarsson sem rak smiðshöggið á stórsigur Víðismanna með marki í uppbótartíma (90'+1).

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Menn gátu ekki annað en hlegið eftir fjórða mark Víðis en það skoraði Stefán Birgir Jóhannesson nánast frá miðju.

Með sigrinum eru Víðismenn komnir í annað sæti deildarinnar með tólf stig eins og Dalvík/Reynir og KFG. Víðir er með besta markahlutfall þessara liða.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á vellinum og náði meðfylgjandi myndum sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni.


Tindastóll - RB 13:0

RB sótti Tindastól heim á laugardag en Tindastóll vermir efsta sæti B riðils 4. deildar á meðan RB er í því þriðja.

RB mátti sín lítils gegn yfirburðaliði Tindastóls og töpuðu 13:0 en Stólarnir eru taplausir og með markatöluna 33:3.

Víðir - Kormákur/Hvöt (5:1) | 3. deild karla 11. júní 2022