Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Markaregn hjá Keflavík í Futsal
Þriðjudagur 7. desember 2010 kl. 14:49

Markaregn hjá Keflavík í Futsal

Keflavík sigraði Víði Garði 22-7 á Íslandsmótinu í Futsal en spilað var í Garðinum sl. föstudag. Þar með hefur Keflavík tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Yfirburðir Keflvíkinga voru miklir og skoruðu allir útileikmenn í leiknum. Eyþór Ingi Júlíusson stóð sig vel að vanda í marki Keflavíkur.

Mörkin: Magnús Þórir 6, Magnús Sverrir 4, Bojan Stefán 3, Sigurður Gunnar 3, Guðmundur Steinars 2, Haraldur Freyr 2, Þorsteinn Þorsteins 1 og Viktor Smári 1.

Síðasti leikur Keflvíkinga í riðlinum verður sunnudaginn 12. des kl. 13:30 í Austurbergi gegn Leikni/KB.

Myndir: Jón Örvar Arason

Guðmundur Steinarsson tekur aukaspyrnu Keflvíkinga.