Markaregn á Kópavogsvelli
Það vantaði ekki mörkin í leik Grindavíkur og Breiðabliks þegar liðin mættust um helgina í Pepsideild kvenna í knattspyrnu. Blikastúlkur voru sterkar á heimavelli og fór með sigur af hólmi, 4-2.
Sarah McFadden skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu fyrir Grindavík. Blikastúlkur jöfnuðu metin á 27.mínútu með marki Berglindar Þorvaldsdóttur. Elísabet Gunnþórsdóttir kom svo Grindavík yfir með marki 31. mínútu og staðan í hálfleik var 2-1.
Útlitið var því gott fyrir Grindavík en Breiðablik er ekki að ástæðulausu í toppbaráttu deildarinnar. Á 69. mínútu kom jöfnunarmarkið og Blikastúlkur voru komnar ham. Þær gerðu svo út um leikinn á lokamínútunum með sitthvoru markinu frá Berglindar og Hörpu.
Eftir leikinn er Grindavík í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 14 stig en Breiðablik í öðru sæti með 29 stig. Valur ber höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni í efsta sætinu með 36 stig.
---
Mynd úr safni.