Markaregn á Garðsvelli: Víðir vann stórsigur á Reyni
Það var heldur betur markaregn á Garðsvelli í kvöld þegar Víðismenn tóku á móti nágrönnum sínum í Reyni frá Sandgerði. Leikar fóru þannig að Víðismenn fóru með stórsigur af hólmi og skoruðu 6 mörk gegn 2 Reynismanna.
Leikurinn var fjörugur á köflum og spjöld í öllum mögulegum litum fóru á loft. Þann stutta tíma sem ljósmyndari Víkurfrétta stoppaði á leiknum í fyrri hálfleikm, fengu Reynismenn eitt rautt og annað gult.
Víðir er í þriðja sæti 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með 25 stig en Reynismenn eru í því 9. með 13 stig. ÍR er á toppnum með 34 stig og Afturelding í 2. sæti með 28 stig. Þau eiga bæði leik til góða.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson