Markalaust jafntefli hjá Keflvík
Grindavík með pálmann í höndunum
Þegar þrjár umferðir eru eftir í 1. deild karla í fótbolta eru Keflvíkingar átta stigum á eftir grönnum sínum frá Grindavík. Keflvíkingar náðu í eitt stig í safnið þegar þeir gerðu 0-0 jafntefli við Huginn á Seyðisfirði í gær í bragðdaufum leik. Þetta var níunda jafntefli Keflvíkinga í sumar í 19 leikjum.
Grindvíkingar eiga leik til góða gegn Fjarðabyggð á laugardag og geta með sigri eða jafntefli tryggt sæti sitt í úrvalsdeild að ári. KA situr í efsta sæti einu stigi ofar en Grindvíkingar.