Markalaust jafntefli á Vogabæjarvelli
Þróttarar frá Vogum gerðu sitt þriðja jafntefli í röð þegar Grótta kom í heimsókn í gærkvöldi. Þróttarar voru sterkari aðilinn þangað til Hrólfur Sveinsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 33. mínútu. Eftir það sótti Grótta í sig veðrið og fengu hættulegri færi. Þróttarar stóðu af sér öll áhlaup Gróttumanna og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.
Þróttarar eru í sjötta sæti með 21 stig og aðeins þremur stigum á eftir Gróttu sem er í öðru sæti deildarinnar.
Næsti leikur hjá Þrótti er miðvikudaginn 1. ágúst þegar Þróttarar heimsækja Tindastól á Krókinn.