Markalaust í Njarðvík
Njarðvíkingar gerðu markalaust jafntefli á heimavelli gegn Víking, efsta liði 1. deildar í 5. umferðinni í kvöld. Jafnræði var með liðunum frá upphafi til enda og voru fá færi sem litu dagsins ljós. Þó voru Víkingarnir öllu sterkari á köflum en heimamenn stóðu þá af sér. Mikil barátta einkenndi leik beggja liða en þó fór hann mjög friðsamlega fram. Margt var um manninn á leiknum og er langt síðan svo margir áhorfendur hafa mætt á leik í Njarðvík. Talið er að um 200-250 manns hafi sótt leikinn sem verður að teljast nokkuð gott.
Njarðvíkingar eru sem fyrr í 4. sæti deildarinnar með 7 stig að loknum fimm umferðum en þeir hafa tekið fjögur stig af sex mögulegum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar, Þór og Víkingi.
Njarðvíkingar eru sem fyrr í 4. sæti deildarinnar með 7 stig að loknum fimm umferðum en þeir hafa tekið fjögur stig af sex mögulegum gegn tveimur efstu liðum deildarinnar, Þór og Víkingi.