Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Markalaust í Garðabænum
Þriðjudagur 18. ágúst 2009 kl. 14:16

Markalaust í Garðabænum

Keflvíkingar gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gær. Þetta var spennandi og skemmtilegur leikur enda eru liðin á sömu slóðum, að berjast um Evrópusæti.

Leikurinn fór fram á gervigrasinu í Garðabæ þar sem Stjörnumenn hafa verið erfiðir heim að sækja í sumar, en þrátt fyrir nokkur kjörin tækifæri, þá fleiri hjá Keflavík, tókst leikmönnum ekki að koma knettinum í netið.

Eftir leikinn eru Keflvíkingar, sem fyrr, í fjórða sæti deildarinnar, en hafa nú dregist aftur úr liðunum í efri sætunum.

Staðan í deildinni


VF-mynd úr safni
- Úr fyrri leik liðanna í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024