Markalaust hjá Keflavík og Þór fyrir norðan
Keflavík og Þór skildu jöfn í markalausum leik norður á Akureyri um helgina í viðureign liðanna í 8. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla, Inkasso-deildinni.
Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 14. stig en Þór og Fjölmir eru á toppnum með 16 stig.
Í kvöld eigast við Njarðvík og Haukar á Rafholtsvellinum í Njarðvík. Á fimmtudag fá svo Keflvíkingar Leikni R: í heimsókn á Nettóvöllinn í Keflavík.