Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Markalaust fyrir norðan
Mánudagur 21. júlí 2014 kl. 00:22

Markalaust fyrir norðan

Keflvíkingar sóttu stig norður á Akureyri þegar liðið gerði 0-0 jafntefli gegn Þórsurum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Keflvíkingar fengu kjörið tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn þegar liðið fékk vítaspyrnu eftir að markvörður Þórsara hafði brotið á Herði Sveinssyni. Framherjinn tók spyrnuna sjálfur en markvörður Þórs varði vel. Eftir leikinn eru Keflvíkingar í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 umferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024