Markalaus en fjörugur leikur
Grindavík og Breiðablik mættust í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í gær og fór leikurinn fór fram í Grindavík. Þrátt fyrir markalausan leik var hann nokkuð fjörugur. Gestirnir komu reyndar boltanum í netið á 13. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta gerðist svo aftur undir lok leikins.
Tíu lið spila í deildinni og er Breiðablik í öðru sæti með ellefu stig. Valur er í efsta sæti með 14 stig. Grindavík er í áttunda sæti með 8 stig.
----
Myndin er frá leik Grindavíkur og FH á dögunum