Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mark í blálokin er Keflvíkingar töpuðu í Árbænum
Mánudagur 30. maí 2011 kl. 23:22

Mark í blálokin er Keflvíkingar töpuðu í Árbænum

Keflvíkingar máttu sætta sig við 2-1 tap gegn Fylkismönnum í sjöttu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Árbænum. Keflvíkingar byrjuðu þó af krafti og Jóhann B. Guðmundsson skoraði eftir aðeins þriggja mínútna leik en Hilmar Geir Eiðsson og Guðmundur Steinarsson áttu þátt í undirbúningi marksins en Jóhann kláraði vel. 20 mínútum síðar skoraði Ingimundur Níels Óskarsson fyrir heimamenn í Fylki og þannig var staða í leikhlé, 1-1 og leikurinn fjörugur.

Annað var uppi á teningnum í síðari hálfleik þar sem lítið markvert gerðist þar til í blálokin þegar Ingimundur Níels skoraði sitt annað mark fyrir Fylki og tryggir þeim stigin þrjú.

Mynd: Jóhann Birnir skoraði mark Keflvíkinga í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024