Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 13. júlí 1999 kl. 19:12

MARK EÐA EKKI MARK?

Þessi mynd er tekin af upptöku Stöðvar 2 og sýnir Albert markvörð á leið að grípa knöttinn eftir að hann hafði farið í stöngina. Ekki er auðvelt að sjá á þessari mynd hvort boltinn sé kominn inn fyrir línuna en Magnús línuvörður segir í viðtali: „Í þessu tilviki lyfti ég flagginu og tók á sprett strax og ég sá boltann fara inn fyrir línuna“...Misskilningur -segir Magnús Þórissson, línuvörður Magnús Þórisson, aðstoðardómarinn sem tók hina umdeildu ákvörðun í leik Grindvíkinga og Leiftursmanna, sagði það ósk KSÍ að dómarar ræddu ekki um einstaka ákvarðanir í fjölmiðlum. „Ég vil þó leiðrétta þann almenna misskilning að ég hafi verið illa staðsettur til að sjá atvikið því það er ekki rétt. Það er vinnuregla milli aðaldómara og aðstoðardómara að ef aðstoðardómari sér mark skorað þá skuli hann taka á sprett frá endanlínu og krefjast sumir dómarar þess að spretturinn nái alla leið að miðjulínunni. Í þessu tilviki lyfti ég flagginu og tók á sprett strax og ég sá boltann fara inn fyrir línuna. Þessi gagnrýni er því á misskilningi byggð.“ „Ekki frá mínu sjónarhorni“ Njarðvíkingurinn Kristbjörn Albertsson, formaður UMFN, var staddur á leiknum og staðsettur við endalínuna Grindavíkurmegin þegar markið umdeilda var skorað. „Ég stóð móts við endalínuna Grindavíkurmegin þegar þetta gerðist og fór knötturinn aldrei inn í markið, ekki frá mínu sjónarhorni“. „Boltinn fór aldrei yfir marklínuna“ „Brasilíumaðurinn skallaði boltann laust framhjá mér og í stöngina. Ég elti knöttinn sem kom á móti mér, frá marklínunni og sló hann með hægri hönd að marklínunni og svo aftur með sömu hendi frá markinu og gríp hann að lokum. Þetta var mikill darraðadans en boltinn fór aldrei yfir marklínuna. Ég ætlaði að koma boltanum aftur í leik þegar ég sá aðstoðardómarann með flaggið á lofti u.þ.b. 7 metra frá hornfánanum. Það er á hreinu að frá því sjónarhorni er engin leið fyrir hann að sjá hvort boltinn er inni eða ekki“ sagði Albert Sævarsson markvörður Grindvíkinga um atvikið umdeilda. 20 áminningar og 2 rauð í 8 leikjum Grindvíkingar eru spjaldsæknasta lið Landssímadeildarinnar á þessu sumri. Þeir hafa safnað á sig 20 gulum spjöldum og tveimur rauðum í fyrstu 8. umferðunum. Gegn Leiftursmönnum fékk Duro Mijuskovic gult spjald fyrir leikaraskap, Paul McShane fyrir brot og Sinisa Kekic fyrir mótmæli í kjölfar vafasams marks Leiftursmanna. Næstir Grindvíkingum koma mótherjar þeirra í síðasta leik, Leiftursmenn, með 19 gul og eitt rautt en prúðustu lið deildarinnar eru Valsmenn með 6 gul spjöld og Keflvíkingar með 6 gul og eitt rautt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024