Marín inn í liðið gegn Slóvökum
Gerð hefur verið ein breyting á landsliðshópi kvenna sem tekur á móti Slóvakíu í Laugardalshöll í kvöld. Keflvíkingurinn Marín Laufey Davíðsdóttir kemur þá inn fyrir Bergþóru Holton Tómasdóttur Valsara. Fyrir eru tvær Suðurnesjakonur í hópnum en það eru þær Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Grindavík.
Leikurinn hefst klukkan 19:30 og eru körfuboltaáhugamenn kvattir til þess að fjölmenna á völlinn. Miðasala er á tix.is og á leikstað við innganginn en miðaverð er 1500 kr. fyrir fullorðna og frítt er fyrir 16 ára og yngri. Leikurinn er einnig í beinni á RÚV 2.
Landslið Íslands í kvöld:
Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 7 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · 1
Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 36 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 8 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 20 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 60 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 6 landsleikir
Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 32 landsleikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 30 landsleikir
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 4 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 37 landsleikir