Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María vekur athygli í Texas
Þriðjudagur 13. nóvember 2007 kl. 09:36

María vekur athygli í Texas

Töluverðar vonir eru bundnar við körfuknattleikskonuna Maríu Ben Erlingsdóttur og framlag hennar til körfuboltaliðsins UTPA í Texas í Bandaríkjunum. María stundar nám við University of Pan America og gera Bandaríkjamennirnir mikið úr landsliðsreynslu hennar og vænta augljóslega mikils af henni í baráttunni á blokkinni.

 

María er fyrrum leikmaður Keflavíkur og liðsmaður A-landsliðs Íslands og þrátt fyrir ungan aldur er hún gríðarlega reyndur leikmaður. Víkurfréttir tóku Maríu tali fyrir skemmstu og er hægt að lesa viðtalið við hana með því að smella hér.

 

DeAnn Craft aðalþjálfari Lady Broncs eins og lið UTPA er jafnan kallað segir komu Maríu til liðsins vera mikinn hvalreka. Hún segir: ,,Með komu Maríu Ben Erlingsdóttur til liðsins og aukins sjálfstrausts hjá Robin Garrett teljum við framherjastöður okkar og leik liðsins við körfuna sjálfa vera í góðum höndum.”

 

Þá segir Craft einnig að María sé hugmyndaríkur sóknarmaður. ,,Það sem okkur vantaði var einmitt leikmaður sem getur leikið með bakið í körfuna og getur úr þeirri stöðu skorað á marga vegu. Ég tel að María geti á allan hátt orðið framúrskarandi leikmaður,” sagði Craft.

 

Fyrsti leikurinn hjá Maríu og liðsfélögum í Lady Broncs verður á fimmtudagskvöld er þær leika gegn Baylor skólanumí Waco í Texas. Lady Broncs mættu liði Texas A&M í æfingaleik í gærkvöldi þar sem María var í byrjunarliðinu og gerði 21 stig í leiknum.

 

Sjá grein í bæjarmiðlinum The Monitor

 

VF-Mynd/ Úr einkasafni - María til vinstri ásamt liðsfélaga sínum í UTPA liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024