Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María Tinna Íslandsmeistari í standard dönsum og í 10 dönsum
Mánudagur 2. maí 2016 kl. 09:52

María Tinna Íslandsmeistari í standard dönsum og í 10 dönsum

– Er á leið á heimsmeistaramót

María Tinna, 14 ára dansmær úr Njarðvík, náði þeim glæsilega árangri ásamt dansfélaga sínum Gylfa Má Hrafnssyni að verða Íslandsmeistarar í ballroom dönsum helgina 23. og 24. apríl síðastliðinn. Í mars náðu þau einnig þeim frábæra árangri að verða Íslandsmeistarar í 10 dönsum.

Þau hafa því unnið sér rétt til að fara á heimsmeistaramót unglinga í standard dönsum sem haldið verður í Rúmeníu þann 4. júní, einnig á heimsmeistaramót í 10 dönsum sem haldið verður í Búlgaríu í september og á heimsmeistaramót í latin dönsum sem haldið verður í Moldavíu í október.

Nóg er því um að vera hjá þessum ungu efnilegu dönsurum og æfingar standa stíft þar sem stutt er í heimsmeistarmótið í Rúmeníu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

María Tinna