Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María og Jón sigra á Vormóti Sparisjóðsins
Fimmtudagur 30. mars 2006 kl. 15:11

María og Jón sigra á Vormóti Sparisjóðsins

Í dag, 30. mars 2006, fór fram í Röstinni púttmót, sem er styrkt af Sparisjóðnum í Keflavík og kallast Vormót Sparisjóðsins, alls tóku þátt 36 eldri borgarar og urðu sigurvegarar sem hér segir;

Konur:
1. Sæti María Einarsdóttir á 58 höggum
2. Sæti Regína Guðmundsdóttir á 64 höggum
3. Sæti Lórý Erlingsdóttir á 67 höggum
Flest bingó var María einnig með eða 14.

Karlar:
1. Sæti Jón Ísleifsson á 58 höggum
2. Sæti Högni Oddsson á 60 höggum
3. Sæti Trausti Björnsson á 63 höggum, en Trausti vann þá Hólmgeir Guðmundsson, Sigurð Guðbrandsson og Ingiberg Jónsson í Bráðabana.
Flest bingó var svo Jón einnig með eða 16.

Verðlaun sem og veitingar voru veitt af Sparisjóðnum, og kunna púttarar þeim þakkir fyrir, en
Daði Þorgrímsson mætti fyrir hönd SpKef.

Næsta mót er svo 6. apríl og verður þá einnig haldinn aðalfundur Púttklúbbs Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024