Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María og Jóhann sigruðu á Vormóti Sparisjóðsins
Föstudagur 1. apríl 2005 kl. 15:33

María og Jóhann sigruðu á Vormóti Sparisjóðsins

Í dag  31 mars fór fram hið svokallaða Vormót Sparisjóðsins, hjá Púttklúbbi Suðurnesja, leikið var í RÖSTINNI og leiknar 2x18 holur, 41 keppandi  mætti til leiks og urðu sigurvegarar sem hér segir;

Kvennaflokki;
1, sæti   María Einarsdóttir   á 64 höggum og með   9  bingó,
2, sæti   Hrefna Ólafsdóttir    á 65 höggum og með  11 bingó,
3 sæti    Lórý Erlingsdóttir     á 66 höggum og með  11 bingó.
Lórý vann í umspili við Sesselju Þórðardóttur sem var einnig með 66 högg. Bingó verðlaun hlaut  Lórý eftir umspil við Hrefnu Ólafsdóttur en báða voru með 11 bingó.

Karlaflokkur;
Þar urðu fjórir efstir og jafnir með  63 högg og eftir umspil varð röðin þessi:
1. sæti  Jóhann Alexandersson    á  63 höggum  og  10 bingó
2. sæti  Gústaf Ólafsson              á  63 höggum  og  10 bingó
3. sæti  Andrés Þorsteinsson      á   63 höggum  og  10 bingó.
Tveir voru með 12 bingó, og eftir umspil við Jón Ísleifsson hlaut, Þorkell Indriðason bingó verðlaunin.

Fulltrúi Sparisjóðsins, Baldur Guðmundsson, afhenti verðlaun og voru veitingar einnig í boði  Sparisjóðsins.

Næsta mót er svo Íslandsbankamótið, sem fer fram 14 apríl, og að því loknu verður Aðalfundur Púttklúbbs Suðurnesja  haldinn í Röstinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024