María og Högni sigra á Samkaupsmóti PS
Í gær fór fram Púttmót í Röstinni, sem var styrkt af SAMKAUP. 35 mættu til leiks og urðu sigurvegarar sem hér segir:
Konur:
1. sæti María Einarsdóttir á 66 höggum.
2. sæti Regína Guðmundsdóttir á 70 höggum.
3. sæti Gunnlaug Olsen á 71 höggi.
Bingóverðlaun eða flest bingó hafði María Einarsdóttir með 7 bingó
Karlar:
1. sæti Högni Oddsson á 61 höggi
2. sæti Hólmgeir Guðmundsson á 61 höggi
3. sæti Marinó Haraldsson á 64 höggum
Högni vann Hólmgeir í bráðabana, einnig vann Marinó Jóhann Alexandersson í bráðabana en þeir voru báðir með 64 högg.
Bingó-verðlaun hlaut Högni Oddsson var með 12 bingó, eins og Jóhann.
Vegleg verðlaun voru veitt af Samkaup, sem og góðar birgðir af kaffi og meðlæti og kunna púttarar þeim bestu þakkir fyrir.