Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María og Gústaf hrósa sigri á Eldmótinu
Föstudagur 17. júní 2005 kl. 13:35

María og Gústaf hrósa sigri á Eldmótinu

Seinni dagur Eldmótsins í pútti fór fram í gær,16. júní, í bliðskaparveðri. Eins og vant er voru leiknar 2x18 holur, þáttakendur voru 41, og urðu sigurvegarar sem hér segir:

Konur:     1. sæti     Sesselja  Þórðardóttir  á   72  höggum
                2. sæti     María Ögmundsdóttir  á   72  höggum
                3. sæti     Ása Lúðvíksdóttir        á   74  höggum.
Sesselja og María háðu bráðabana um 1 og 2 sætið og vann Sesselja:
Einnig varð að fara fram bráðabani um þriðja sætið, en þar urðu þær jafnar á 74 höggum, Guðrún Halldórsdóttir, Lorý Erlingsdóttir, Hrefna M Sigurðardóttir, María Einarsdóttir og Ása Lúðvíksdóttir, sem vann þær stöllurnar.
Bingó verðlaun hlaut svo Guðrún Halldórsdóttir með 5 Bingó

Karlar:      1  sæti. Gústaf   Ólafsson             á 67  höggum
                 2. sæti  Jóhann R Benediktsson   á 68  höggum
                 3 sæti   Jóhann Alexandersson     á  70 höggum
en hann vann Valgeir Sigurðsson í bráðabana.
Bingó verðlaun vann svo Valgeir Sigurðsson með 7 bingó

Sigurvegarar yfir báða daga, sem fá nafn sitt skráð á farandsbikar, sem er gefin af ELDVÖRNUM ehf, urðu:
María  Ögmundsdóttir    á  147  höggum
Gústaf Ólafsson              á  135 höggum,
Verðlaunaafhending fór fram i  HVAMMI yfir gómsætu meðlæti. ELDVÖRNUM ehf er þakkað stuðningurinn.
Næsta mót PS er svo BSK-mótið þann 30. júní  kl 13. Eru allir púttarar sem
og mini-golfarar hvattir til að mæta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024