Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

María og félagar steinlágu
Mánudagur 7. janúar 2008 kl. 12:03

María og félagar steinlágu

Körfuknattleikskonan María Ben Erlingsdóttir og félagar hennar í bandaríska háskólaliðinu UTPA steinlágu gegn Texas um helgina 91-43 á útivelli.

 

María sem hefur verið að jafna sig eftir meiðsli lék 19 mínútur í leiknum, gerði 5 stig og tók 2 fráköst. Næsti leikur UTPA er gegn New Jersey Institute of Technology miðvikudaginn 9. janúar næstkomandi á heimavelli UTPA.

 

Mynd: María t.v. ásamt liðsfélaga sínum Danielle.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024