María Ben stigahæst í tapi UTPA
María Ben Erlingsdóttir var stigahæst þegar lið hennar UTPA tapaði fyrir New Jersey tækniháskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum 61-67 í fyrradag.
María Ben sem hefur verið að kljást við meiðsli er alltaf að spila meira með liðinu sínu en þetta var í fyrsta skipti sem hún er stigahæst hjá liðinu í vetur. Skoraði hún 14 stig í leiknum og var eini leikmaðurinn sem skoraði yfir 10 stig. Hún byrjaði ekki inn á en hún kom fljótlega inn á völlinn í fyrri og seinni hálfleik en hún lék 23 mínútur í leiknum í heildina.
Tapið var það níunda hjá liðinu í vetur og það þriðja í röð. UTPA hefur alls unnið átta leiki í vetur.
Næsti leikur UTPA er gegn Cal-State Bakersfield á laugardag.
VF-mynd/Jón Björn: María Ben í baráttunni gegn Haukum á síðasta tímabili.