María Ben komin á ról
Landsliðsmiðherjinn María Ben Erlingsdóttir er komin á ról að nýju með bandaríska háskólakörfuboltaliðinu UTPA eftir að hafa verið frá sökum meiðsla undanfarna tvo mánuði.
Aðfararnótt 30. desember lék María með UTPA gegn St. Louis þar sem UTPA hafði 66-62 sigur í leiknum. María gerði 2 stig í leiknum.
Næsti leikur liðsins er á nýarsdag gegn Oral Roberts háskólnum.
VF-Mynd/ [email protected] - María í leik með Keflavík gegn Grindavík þegar hún lék með Keflavíkurkonum.