María Ben ekki meira með Grindavíkurstúlkum
-leikmaðurinn á von á barni.
María Ben Erlingsdóttir, leikmaður Grindavíkur í körfubolta, kemur ekki til með að leika meira með liðinu á þessu tímabili en María er með barni. Það er karfan.is sem greinir frá.
Grindvíkingar mæta liði Snæfells í kvöld í þriðja leik liðanna og verður það mikil blóðtaka fyrir Grindavík að missa Maríu úr Íslandsmótinu.