Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Margrét með tvo sigra í frumraun sinni
Þriðjudagur 31. janúar 2017 kl. 09:12

Margrét með tvo sigra í frumraun sinni

Hin 18 ára hnefaleikakona keppti í fyrsta sinn gegn fullorðnum

Hin 18 ára hnefaleikakona Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr HFR keppti sína fyrstu tvo bardaga í fullorðinsflokki kvenna um helgina. Skemmst er frá því að segja að Margrét fór á kostum og sigraði báðar viðureignir sínar. Fyrri viðureign hennar um helgina var á föstudeginum í Hafnafirði þar sem hún keppti við talsvert reyndari keppanda í Margréti Ásgerði frá Hnefaleikafélaginu ÆSIR. Næst keppti hún á laugardeginum við Sigríði Birnu frá Hnefaleikafélagi Akureyrar á afmælismóti ÆSIR í Reykjavík. Hún fékk mikið lof fyrir þessar frammistöður en andstæðingar hennar voru í reyndari kantinum. 

Þetta er góð byrjun á árinu en í næsta mánuði keppir hún á Íslandsmóti í 75kg flokki kvenna. Þar keppir hún aftur gegn Sigríði Birnu og verður spennandi að sjá hverju stöllurnar slá saman þar. Margrét hefur æft með Hnefaleikafélagi í tæp 5 ár og er núna í fyrsta skipti með aldur til að keppa í svokölluðum ELITE flokki.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Suðurnesjamaðurinn Halldór Berg Halldórsson (15) keppti einnig um helgina með góðum árangri. Halldór hefur æft um þriggja ára bil og fór á móti Sólon frá hnefaleikafélaginu ÆSIR. Sá er talsvert reyndari en Halldór en þótti okkar maður eiga fyrstu lotuna í bardaganum. Sólon sótti á og tókst að sigra næstu tvær lotur. Það verður gífurlega spennandi að sjá unga Suðurnesjamanninn í framtíðinni.

Suðurnesjamaðurinn og frumkvöðull hnefaleika á landsvísu, Guðjón Vilhelm, tók sér stöðu sem hringdómari báða daga. Hann hefur dæmt fjölda atvinnubardaga víðsvegar í Evrópu.