Margrét Kara og Óskar Örn best í sinni deild innan KR
Njarðvíkingurinn Margrét Kara Sturludóttir var valin körfuknattleikskona KR á aðalfundi þeirra í vikunni. Þá var Óskar Örn Hauksson, Njarðvíkingur, valinn knattspyrnumaður KR. Hver deild innan KR valdi sína bestu íþróttamenn og úr þeim hópi voru íþróttamaður og íþróttakona KR síðan valin. Tilkynnt var um val hverrar deildar á aðalfundinum.
Umsögn Margrétar Köru
Margrét Kara hefur um árabil leikið með meistaraflokki kvenna. Margrét Kara er lýsandi dæmi um afrekskonu sem að leggur gríðarlega vinnu á sig til að verða betri í sinni íþrótt. Hún hefur metnað fyrir að liðið nái sínum markmiðum og árangur meistaraflokks kvenna undanfarin ár segir allt sem segja þarf.
Umsögn Óskars Arnar
Óskar Örn Hauksson kom til KR frá Grindavík fyrir leiktíðina 2007. Hann varð strax fastamaður í mfl. og hefur leikið 161 af 177 leikjum mfl. á þeim rúmum fjórum árum sem hann hefur leikið með félaginu. Óskar hefur leikið fjölda unglinglandsleikja og tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd, einn árið 2009 og einn leik 2010.
Mynd af www.kr.is