Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margrét Kara leikur ekki með Keflavík í vetur
Mánudagur 25. ágúst 2008 kl. 10:58

Margrét Kara leikur ekki með Keflavík í vetur

Margrét Kara Sturludóttir mun ekki leika með Keflavíkurstúlkum í körfubolta í vetur en Karfan.is greinir frá þessu. Hún er á leið í Elon-háskólann í Bandaríkjunum þar sem hún mun stunda nám samhliða því að leika körfuknattleik. Þetta er mikill missir fyrir Íslandsmeistara Keflavíkur en Margrét Kara hefur verið einn af lykilleikmönnum liðsins á undanförnum tímabilum.

Margrét Kara verður þar með þriðji íslenski leikmaðurinn sem spilar í 1. deild háskólaboltans næsta vetur en fyrir voru þær Helena Sverrisdóttir (Texas Christian University) og María Ben Erlingsdóttir (University of Texas - Pan American). Elon-skólinn er í Norður-Karólínu og lið skólans bera gælunafnið Phoenix. Liðið spilar í Southern Conference.



VF-MYND/JBÓ: Margrét Kara heldur til náms í Bandaríkjunum og leikur ekki með Keflavík í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024