Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margrét jafnaði á lokamínútunni
Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 4. júlí 2012 kl. 17:03

Margrét jafnaði á lokamínútunni

Grindavíkurstelpur gerðu jafntefli við nágranna sína í Keflavík 2-2 í 1. deild kvenna á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þetta var hörku leikur og ekkert gefið eftir.

Sarah Wilson kom Grindavík yfir á 28. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Keflavík tvö mörk með skömmu millibili og var seinna markið sjálfsmark. Grindavík sótti stíft undir lokin og tókst að jafna metin á síðustu mínútu leiksins, markið skoraði Margrét Albertsdóttir. Úrslitin 2-2, Keflavík með 9 stig en Grindavík 7.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024