Margrét hnefaleikakona ársins
Margrét Guðrún Svavarsdóttir hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness var valin hnefaleikakona ársins hjá Hnefaleikasambandi Íslands. Margrét er 19 ára gömul og hefur æft hnefaleika frá árinu 2012, hún hefur unnið allar innlendar viðureignir sínar og er núverandi Íslandsmeistari í -75kg flokki kvenna. Margrét vann silfrið í sínum flokki á Norðurlandameistaramótinu í Danmörku í ár í úrslitaleik.