Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margrét Guðrún íþróttamaður Sandgerðis 2017
Miðvikudagur 7. mars 2018 kl. 14:14

Margrét Guðrún íþróttamaður Sandgerðis 2017

Hnefaleikakonan Margrét Guðrún Svavarsdóttir er íþróttamaður Sandgerðis 2017.
Kjörið fór fram þann 5. mars sl. en sá dagur varð fyrir valinu til að heiðra minningu Magnúsar Þórðarsonar sem á afmæli þann dag en hann var mikill stuðningsmaður íþróttalífsins í Sandgerði á árum áður og stofnaði m.a. íþróttafélagið Reynir.

Við sama tækifæri var afhent í sjöunda skipti viðurkenning frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs Sandgerðis fyrir góð störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði og var það Elísabet Þórarinsdóttir sem hlaut viðurkenninguna í ár fyrir óeigingjarnt starf fyrir sunddeild Reynis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elísabet Þórarinsdóttir

Árangur Margrétar 2017
Gull á hnefaleikamóti HFH
Gull á hnefaleikamóti ÆSIR
Íslandsmeistari 2017 í -75kg flokki kvenna
Gull á Boxkvöldi Ljósanótt
Silfur á norðurlandamóti 2017 í -75kg flokki kvenna gegn Svíþjóð
Hnefaleikakona ársins 2017 hjá ÍSÍ og
Hnefaleikakonar ársins hjá Reykjanesbæ.

Umsögn um Margréti:
Margrét er hreint til fyrirmyndar í alla staði þegar kemur að æfingum og hefur verið það síðan hún byrjaði að stunda hnefaleika fyrir 5 árum. Hún fylgir öllum fyrirmælum á æfingum og hefur alltaf skarað framúr. Það má með sönnu segja að keppandi eins og Margrét sé draumur hvers þjálfara. Hún er fyrirmynd fyrir ungar konur í hnefaleikum og námi. Þessari íþrótt sinnir hún ásamt Háskólanámi í efnafræði. Þetta ár hefur sýnt fram á að hún fer af fullri orku í allt sem hún vil taka sér fyrir hendur.

Íþróttamenn hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2017 og voru einnig tilnefndir til kjörsins.

Ástvaldur Ragnar Bjarnason- Boccia
Daníel Arnar Ragnarsson- Taekwondo
Elísabet Helga Jónsdóttir- Hjólreiðar
Katla María Þórðardóttir- Knattspyrna
Kristján Þór Smárason- Körfuknattleikur
Kristófer Máni Sigursveinsson- Knattspyrna