Margar hetjur í æfingabúðum í júdó um helgina
- Tekist á í 8 klukkutíma.
Um helgina var júdódeild UMFN/Sleipnir með æfingabúðir í fangbrögðum. Mættir voru um 40 ungir og frískir bardagamenn úr Mjölni, júdódeild UMFS/Vilji og auðvitað gestgjafarnir úr Njarðvík. Tekist var á í 8 klukkutíma í Brazilian Jiu Jitsu og Judo.
Nokkrir gamlir og núverandi jaxlar komu og kenndu í búðunum. Helst ber þar að nefna Axel Kristinson, margfaldan Íslandsmeistara í BJJ og og júdó, Gunnar Örn Guðmundsson, Íslandsmeistara í Júdó, Hermann Unnarsson, einn af fáum Suðurnesjamönnum sem hafa farið og eru að fara á heimsmeistaramót fullorðinna, Helga Rafn Guðmundsson, margfaldan Íslands- og bikarmeistara, Þórdísi Mjöll, eina efnilegustu júdókonu og þjálfara landsins, auk þjálfara júdódeildar UMFN.
Að sögn viðstaddra var um að ræða hreint út sagt magnaðan viðburð.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á staðnum.