Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Margar hetjur í æfingabúðum í júdó um helgina
Þátttakendur og þjálfarar.
Þriðjudagur 25. febrúar 2014 kl. 09:10

Margar hetjur í æfingabúðum í júdó um helgina

- Tekist á í 8 klukkutíma.

Um helgina var júdódeild UMFN/Sleipnir með æfingabúðir í fangbrögðum. Mættir voru um 40 ungir og frískir bardagamenn úr Mjölni, júdódeild UMFS/Vilji og auðvitað gestgjafarnir úr Njarðvík. Tekist var á í 8 klukkutíma í Brazilian Jiu Jitsu og Judo.

Nokkrir gamlir og núverandi jaxlar komu og kenndu í búðunum. Helst ber þar að nefna Axel Kristinson, margfaldan Íslandsmeistara í BJJ og og júdó, Gunnar Örn Guðmundsson, Íslandsmeistara í Júdó, Hermann Unnarsson, einn af fáum Suðurnesjamönnum sem hafa farið og eru að fara á heimsmeistaramót fullorðinna,  Helga Rafn Guðmundsson, margfaldan Íslands- og bikarmeistara, Þórdísi Mjöll, eina efnilegustu júdókonu og þjálfara landsins, auk þjálfara júdódeildar UMFN. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn viðstaddra var um að ræða hreint út sagt magnaðan viðburð.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á staðnum.