Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Marc McAusland og Þóra Kristín best
Bestu leikmenn í karla og kvennaflokki
Föstudagur 29. september 2017 kl. 06:00

Marc McAusland og Þóra Kristín best

- Lokahóf Knattspyrnudeildar Keflavíkur fór fram á dögunum og veittar voru viðurkenningar fyrir sumarið

Besti leikmaður karlaliðs Keflavíkur var Marc McAusland og besti leikmaður kvennaliðs Keflavíkur var Þóra Kristín Klemenzdóttir.
Efnilegustu leikmenn liðanna voru þau Ísak Óli Ólafsson og Katla María Þórðardóttir. Gullskórinn fór til Jeppe Hansen og Anitu Lindar Daníelsdóttur. Lasse Rise og Anita Lind Daníelsdóttir fengu svo viðurkenningu fyrir mark ársins.

Sveindís Jane Jónsdóttir og Adam Árni Róbertsson fengu viðurkenningu fyrir að vera næst markahæst í sumar og var þeim afhentur silfurskór að launum. Þá fékk Ólöf Stefánsdóttir viðurkenningu fyrir að vera besti félaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðurkenningar voru einnig veittar í öðrum flokki bæði í karla- og kvennaflokki.          

Í öðrum flokki karla var besti leikmaðurinn Ingimundur Aron Guðnason, Cezary Wiktorowicz fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir, Atli Geir Gunnarsson var kosinn efnilegastur, gullskóinn fékk Adam Ægir Pálsson og besti félaginn var Axel Ingi Auðunsson.
Í öðrum flokki kvenna var Margrét Hulda Þorsteinsdóttir efnilegasti leikmaðurinn og hún var einnig markadrottning ársins, besti félaginn var Berta Svansdóttir og leikmaður ársins var Birgitta Hallgrímsdóttir.

Hólmar Örn Rúnarsson fékk viðurkenningu fyrir að hafa spilað 200 leiki með Keflavík og Frans Elvarssyni var veitt viðurkenning fyrir 100 leiki. Leikmanni meistaraflokks kvenna, Kristrúnu Ýr Hólm, var veitt viðurkenning fyrir að hafa spilað 50 leiki.