MARAÞONKARFA Í NJARÐVÍK
11. flokkur Njarðvíkinga er á leið á Scania Cup í Svíþjóð í apríl næstkomandi og var í fjáröflunarskyni leikinn maraþonkörfubolti laugardaginn 30. janúar í 12 klst samfellt. Tókst maraþonið með miklum ágætum og fóru piltarnir heim að morgni sunnudags, þreyttir en ánægðir. Stjórn unglingaráðs UMFN og 11. flokkur drengja þakkar stuðningsaðilum kærlega fyrir veittan stuðning.