Maraþonfótbolti 4. flokks
4. flokkur kvenna í knattspyrnu í Keflavík hafa í vetur verið að safna fyrir keppnisferð til Liverpool eins og margir bæjarbúar hafa eflaust orðið varir við. Þær hafa verði að selja ýmsan varning, safnað flöskum, gefið út dagatal, selt páskalukku og núna síðast var haldið maraþon sunnudaginn 6. maí. Þá var spilaður fótbolti í 12 tíma í íþróttahúsi Heiðarskóla.
Þar var mikil stemning og allt gekk að óskum. Kl.17. mættu foreldrar og spiluðu nokkra leiki við stelpurnar. Þar kom fram mikið keppnisskap hjá foreldrunum sem gáfu stelpunum ekkert eftir.
Stelpurnar söfnuðu áheitum bæði í heimahúsum og í fyrirtækjum og voru viðtökur mjög góðar. Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem styrktu stelpurnar til þessarar farar.
Foreldraráðið