Már vann til gullverðlauna á Norðurlandamótinu
Már Gunnarsson, sundmaður hjá ÍRB hlaut gullverðlaun á Norðurlandamóti fatlaðra í sundi sem fram fór um helgina í Stokkhólmi. Már sigraði í 4x50 metra skriðsundi.
Íslendingar voru sigursælir á mótinu en liðið uppskar 9 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 5 bronsverðlaun. Verðlaunapeningarnir voru þó fleiri, þar sem boðsundsverðlaun telja bara sem ein verðlaun.