Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Már synti við sinn besta tíma á HM
Már syndir hér á HM í Manchester. Mynd af Facebook-síðu Íþróttasambands fatlaðra
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 8. ágúst 2023 kl. 11:28

Már synti við sinn besta tíma á HM

Már Gunnarsson stóð sig vel á heimsmeistaramótinu í sundi sem haldið var í Manchester um helgina. Már keppti í úrslitum í 100 metra baksundi þar sem hann synti alveg við sinn besta tíma er tími Más var 1:10,72 og endaði hann í sjötta sæti.

Már tók sér árs frí frá sundinu en stefnir ótrauður á þátttöku í Paralympics sem fara fram í París á næsta ári. Heimsmeistaramótið var aðeins annað mótið sem Már tekur þátt frá Paralympics árið 2021. „Þannig að keppnisæfingin mín er ekkert rosalega mikil núna samt er ég að synda alveg við minn besta tíma. Ég er vissulega búinn að ná lágmarkinu til þátttöku í Paralympics en keppendur verða valdir á næsta ári. Eins og staðan er í dag þá er ég búinn að sýna fram á að ég er að keppa til úrslita í 100 metra baksundi, ég get gert það. Þannig að það er rosalega gott upp á að verða valinn í þennan hóp,“ sagði Már í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024