Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Már synti til úrslita
Már leggur af stað í úrslitasundinu í baksundi á laugardag. Mynd/JónBjörnÓlafsson-ÍF.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 30. ágúst 2021 kl. 15:24

Már synti til úrslita

Endaði í áttunda sæti

Sundmaðurinn Már Gunnarsson keppti til úrslita í 200 metra fjórsundi blindra á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í morgun eftir að hafa endað í fjórða sæti í sínum undanriðli.

Már synti á 2:37,43 mínútum í úrslitunum og endaði í áttunda sæti en í samtali við RÚV eftir undanrásirnar í nótt sagðist hann finna vel fyrir því að hafa keppt tvisvar á laugardaginn og að þreytan væri farin að segja til sín. Í 200 metra fjórsundi er synt 50 metra baksund, 50 metra bringusund, 50 metra flugsund og 50 metra skriðsund.

Síðasta grein sundkappans úr ÍRB verður 100 metra flugsund og fer fram föstudaginn 3. september sem er lokadagur mótsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir