Már setti Íslandsmet á Norðurlandamóti
Norðurlandamótið í sundi fatlaðra fór fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Már Gunnarson frá ÍRB var meðal keppenda og setti hann Íslandsmet í hundrað metra baksundi og var tíminn hans 1:13, 83 mín.
Már undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir HM í Mexíkó sem fram fer í lok mánaðarins en Már er um tólf tíma á viku í sundlauginni að æfa sig og stefnir á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó 2020.