Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Íþróttir

Már setti heimsmet
Már Gunnars með heimsmet og þátttökurétt í Evrópumótinu. Mynd af Facebook-síðu Más
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. apríl 2021 kl. 11:58

Már setti heimsmet

Sundkappinn fjölhæfi, Már Gunnarsson, gerði sér lítið fyrir í gær og setti heimsmet í 200 metra baksundi.

Már synti 200 metrana á 2:32,31 en eldra metið var 2:33,43 og hafði það met staðið frá árinu 1992.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Í Facebook-færslu segir Már frá þessu afreki sínu og að það væri mögnuð tilfinning að kljúfa múr sem enginn blindur einstaklingur hefur farið í gegnum.

Þá segir hann einnig þær gleðifréttir að hann hafi fengið tilkynningu í vikunni um þátttökurétt sinn í Evrópumótinu sem haldið verður á Madeira.

„Brottför 10 maí nk, get ekki beðið,“ segir Már að lokum.