Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Már með nýtt Íslandsmet
Már Gunnarsson setti glæsilegt Íslandsmet í skriðsundi.
Þriðjudagur 10. nóvember 2015 kl. 09:43

Már með nýtt Íslandsmet

Frábær árangur NES á Íslandsmótinu í sundi

Sundlið NES átti frábærum árangri að fagna þegar Íslandsmót ÍF í sundi fór fram í 25 metra laug um helgina. Már Gunnarsson úr NES gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi þar sem hann synti á 4.58. mínútum. Flestir keppendur frá NES nældu sér í medalíu á mótinu og voru að bæta tímana sína. Sannarlega glæsilegur árangur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024