Már mættur til leiks á Evrópumótið í Portúgal
Már Gunnarsson sundmaður úr ÍRB/Nes er nú staddur í Funchal í Portúgal þar sem hann mun keppa á EM 50 (Evrópumóti fatlaðra í 50 metra laug). Með honum í för er þjálfarinn Helena Hrund Ingimundardóttir frá ÍRB.
Ísland sendir fjóra keppendur á mótið, tvo karla og tvær konur. Már Gunnarsson mun keppa í 100m skriðsund, 400m skriðsund, 100m baksund og 200m fjórsund. Hægt er að horfa á mótið í beinni og nálgast allar upplýsingar hér.