Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Már Gunnarsson með fjögur Íslandsmet
Steindór, yfirþjálfari ÍRB og Már.
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 10:13

Már Gunnarsson með fjögur Íslandsmet

- Vann sex Íslandsmeistaratitla

Már Gunnarsson stóð vel um helgina á Íslandsmóti fatlaðra sem fór fram í undanrásum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug.

Már varð Íslandsmeistari í 200m baksundi, 50m skriðsundi, 100m baksundi, 200m fjórsundi 200m skriðsundi og 50m baksundi.
Þá setti Már einnig Íslandsmet í fjórum greinum: 200m baksundi, 50m skriðsundi,100m baksundi og 200m skriðsundi. Hann náði jafnframt lágmarki á EM 50 fatlaðra sem fram fer í Dublin í ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Már og Þórður Hjaltested, formaður ÍF.