Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Már Gunnars snýr aftur og fer á heimsmeistaramótið í næsta mánuði
Már snýr aftur í laugina. Mynd af Facebook-síðu Más
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 16. júlí 2023 kl. 15:14

Már Gunnars snýr aftur og fer á heimsmeistaramótið í næsta mánuði

Sundkappinn Már Gunnarsson opinberaði á Facebook-síðu sinni í dag að hann muni taka þátt í keppni á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Manchestar á Englandi í byrjun næsta mánaðar.

Már lagði keppnissundið til hliðar á síðasta ári til að einbeita sér að tónlistarferlinum en hann stundar nám við virtan tónlistarskóla í London, The Academy of Contemporary Music. Sundið hefur alla tíð spilað stóran þátt í hans lífi og það er hægara sagt en gert að hætta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Már segir jafnframt í færslunni að hann setji stefnuna á Ólympíuleikana í París á næsta ári þar sem hann hefur þegar tryggt sér keppnisréttinn. Már þarf hins vegar að skora hærra á heimslistanum til að verða valinn til þátttöku en ef maður þekkir Má rétt mun hann vafalaust ná því markmiði.