Már á nýju Íslandsmeti og keppir í úrslitum
Már Gunnarsson er aldeilis að gera vel á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Dublin á Írlandi. Hann var rétt í þessu að setja nýtt Íslandsmet í 100m baksundi í flokki S12. Hann bætti gamla metið um eina og hálfa sekúndu. Synti á 1,11,73 og gamla metið 1.13,23.
Már endaði í 7. sæti í undanrásunum og keppir því til úrslita í kvöld.